Ráðstefna um litróf einhverfu 2007

Vakin er athygli á ráðstefnunni The 5th Nordic Conference on Research on Autism Spectrum Disorders, sem verður haldin á Grand hóteli í Reykjavík dagana 30. maí - 1. júní 2007. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Making a difference". Þetta verður í fyrsta sinn sem fjölþjóðleg ráðstefna um einhverfu er haldin hér á landi. Er þetta kjörið tækifæri fyrir fagfólk og foreldra til að afla sér þekkingar á því nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á einhverfu. 

Upplýsingar og skráning á heimasíðu ráðstefnunnar http://www.yourhost.is/nocra2007 

Skráningarfrestur fyrir afsláttargjald er 1. apríl.