PECS grunnnámskeið haldið í Reykjavík dagana 27. og 28. október

Myndræna boðskiptakerfið PECS Picture Exchange Communication System
er óhefðbundin boðskiptaleið þróað af Frost og Bondy 1994 fyrir börn
með einhverfu. Aðaláherslan í PECS er að þjálfa frumkvæði til að hafa
boðskipti við aðra. Sá sem notar PECS lærir að nota mynd til þess að biðja
um hlut/athöfn og annað sem hann hefur þörf á að tjá sig um. PECS er vel
skipulagt kerfi í sex stigum þar sem þjálfuð er stigvaxandi færni til
boðskipta.

Á námskeiðinu verður fjallað um fræðilegan grunn og þær aðferðir sem eru
notaðar til að þjálfa stigin sex í PECS.

Megin áhersla á þessu námskeiði er að þátttakendur læri innlögn og þjálfun
á fyrstu þremur stigum PECS. Auk þess verða kynntar leiðir til að skrá
framvindu og meta árangur þjálfunarinnar.

Kennslan fer fram með fyrirlestri, umræðum og sýnikennslu. Sýnd verða
dæmi um PECS þjálfun á myndböndum og þátttakendur fá tækifæri til að
æfa grunnatriðin í þjálfunartækninni.

Sigrún Kristjánsdóttir þroskaþjálfi/ráðgjafi hefur umsjón með námskeiðinu.
Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, dagana 27. og 28. október klukkan
9:00-12:00 báða dagana.
Þátttökugjald er 26.000 (foreldri greiðir 18.000) Innifalið kaffi, meðlæti og
námskeiðsgögn.
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á
netfangið diddakr@internet.is fyrir mánudaginn 17. október.