Orri og Orca

Bókin Orri og Orca er til sölu hjá Einhverfusamtökunum á kr. 1.500,-.

Þetta er falleg og hugljúf saga um átta ára íslenskan dreng og draum hans um að byggja stórt fiskabúr í stofunni heima hjá sér svo hann geti haft vini sína háhyrningana hjá sér.  Frábær samvinna milli móður og einhverfs sonar hennar.  Töfrandi og hugljúf saga um einstakan átta ára dreng. Bókin er fallega myndskreytt með dásamlegum myndum sem gefa sögunni aukna dýpt.