Orlofsdvöl

F.G.J. Hafur ehf. auglýsir:

Orlofsstarfsemi – 2013  (18. ára og eldri).

Frístundar- og orlofsdvöl,  fyrir fólk með fötlun á einhverfurófi og fyrir fólk með aðrar fatlanir, að  Svarfhóli í Hvalfjarðarsveit.

Dagskrá ársins 2013 er  sem hér segir:

30. janúar til 03. febrúar         þorragleði – þorrablótsdagar.                         Verð...... kr.   75.000.

27. mars til 03. apríl                páskavika.                                          

17. júní til 19. ágúst                sumarorlof.                                        

Janúar til júní.                          Helgarorlof  (föstd. til sunnud.)           Verð....... kr.   45.000,-*ób.

*ób= óbreytt verð frá 2012.                                                                  

Orlofsgestum er m.a. boðið upp á (innifalið í verði).

  1. einstaklingsmiðaða orlofsþjónustu og stuðning...
  2. Að sérhver orlofsþegi getur notið afslöppunar- og hvíldar, frístundar- og tómstundagamans, við sitt hæfi - eftir því sem við verður komið...
  3. Dagsferðir – bílferðir – göngutúrar um Hvalfjarðarsveitina og víðar...
  4. Sund í nálægum sundlaugum (ekki í þorravikunni né um páskana)...
  5. Veiðiferðir í nærliggjandi vötn (um veiðitímabilið)...
  6. Út að borða – sjoppuferðir (Akranesi, Borgarnesi, Ferstiklu og víðar)...
  7. Samverustundir – kvöldvaka - tónlist – sjónvarpsgláp og tölvuleikir
  8. Útigaman – leikir o.m.fl. ...
  9. Letilíf o.m.fl. ...

Orlofsþegar ráða sjálfir hvort þeir notfæra sér  það sem í boði er hverju sinni.

Menntun- og reynsla: Löng og mikla reynslu í starfi og leik með fötluðu fólki. Menntun starfsmanna spannar vítt svið. Við orlofsdvölina starfar þroskaþjálfi, tómstundarleiðbeinandi, kennari,  sérkennari og þroskauppeldisfræðingur (menntun byggð á fræðum dr. Rudolfs Steiners).

Úttekt og leyfi:  Heilbrigðiseftirlit Hvalfjarðarsveitar, skipulags- og byggingarfulltrúi, slökkviliðsstjóri Akraness og fulltrúi frá Vinnueftirlitinu komu á staðinn  3. febrúar 2012 og tóku út bæði  húsnæðið og aðstöðuna.  Gáfu sitt samþykki fyrir starfseminni.

Hægt er að panta orlofsdvöl  hér – orlofsstadur@gmail.com og eða fá nánari upplýsingar hjá forráðamönnum í:

 

S: 897 7106 - Guðmundur Már Björgvinsson  gmarb@internet.is

S: 692 0844 - Jan Agnar Ingimundarson        jan@hive.is