Nýr starfsmaður hjá Einhverfusamtökunum

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir hefur verið ráðin til Einhverfusamtakanna til að sinna fræðslumálum. Netfang hennar er gudlaug@einhverfa.is. Guðlaug er sjúkraþjálfari og hefur jafnframt umfangsmikla reynslu af félagsmálum. Hún hefur góða innsýn í málefna einhverfra, bæði sem foreldri og sem einstaklingur á rófinu. Guðlaug er ein þeirra kvenna sem kemur fram í heimildarmyndinni Að sjá hið ósýnilega og heldur úti bloggsíðu um málefni einhverfra kvenna og stúlkna á slóðinni www.hlidstaedverold.blog