Nýr bæklingur um Einhverfu og aðrar raskanir á einhverfurófi

Kominn er út nýr bæklingur hjá Umsjónarfélagi einhverfra um einhverfu og aðrar raskanir á einhverfurófi.  Ritnefnd félagsins samdi textann en myndskreytingar í bæklingingnum eru eftir Valrós Gígju Aradóttur.  Lionsklúbburinn Víðarr styrkti útgáfu bæklingsins.  Bæklingurinn er 12 síður í A5broti. Hægt er að nálgast bæklinginn á skrifstofu félagsins.