Ný heimasíða

Í dag, 2. apríl, á alþjóðadegi einhverfu er ný heimasíða Umsjónarfélags einhverfra komin í loftið. Mikil vinna liggur á bak við síðuna og er henni ekki lokið. Síðan gæti því tekið smávægilegum breytingum á næstu vikum.

Það er von okkar að síðan geti verið vettvangur fyrir foreldara, aðstandendur og aðra þar sem hægt er að leita að upplýsingum um einhverfu, einkenni, aðferðir og réttindi ásamt fleiru.

Við óskum öllum til hamingju með daginn og vonum að þekkingu um einhverfu verði dreift sem víðast í dag sem og alla daga.