Námskeið í Reykjanesbæ fyrir aðstandendur einhverfra barna

Á námskeiðinu verður rætt um einhverfu og ólíkar birtingarmyndir hennar.
Gengið er út frá því að einhverfa sé eðlilegur hluti af mannlegum fjölbreytileika og að lykillinn að góðri líðan felist frekar í því að aðlaga umhverfið að einstaklingnum en öfugt.
Fyrir hlé er grunnfræðsla um einhverfu og eftir hlé er sjónum beint að reynslu foreldra og aðstandenda og góðum ráðum til þeirra.
Námskeiðið er opið öllum og er ókeypis.
Guðlaug Svala, Hildur Valgerður og Sigrún frá Einhverfusamtökunum munu sjá um fræðsluna.
Námskeiðið er haldið af Einhverfusamtökunum í samstarfi við verkefnið Velferðarnet Suðurnesja.