Námskeið fyrir foreldra einhverfra barna og aðstandendur 30.maí.

Námskeið fyrir foreldra og aðstandendur einhverfra barna verður haldið þriðjudaginn 30. maí kl. 19:30-21:30 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Fjallað verður um ólíkar birtingarmyndir einhverfu, þarfir einhverfra barna, reynslu foreldra og góð ráð.
Námskeiðið er ókeypis og skráning fer fram í netfanginu einhverfa@einhverfa.is
Fræðsluna annast:
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri fræðslu
Hildur Valgerður Heimisdóttir, aðstandandi