Minn styrkur - sumarnámskeið

Minn styrkur - Sumarnámskeið fyrir unglinga á einhverfurófi:

Einhverfusamtökin halda þrjú sumarnámskeið fyrir unglinga, 12-20, ára í júní og júlí. Hvert námskeið stendur í tvær vikur. Verða þau með svipuðum hætti og í fyrrasumar, þ.e. unglingarnir mæta virka daga 8:30  og eru á staðnum til 16:30.  Farið er í leiki, sund, keilu, klifur o.fl.  Er þetta samstarfsverkefni Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur og Einhverfusamtakanna.  Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur, Góði hirðirinn, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær styrkja námskeiðin.

Fyrsta námskeiðið verður 23. júní-4. júlí, annað námskeiðið verður 7.-18. júlí og þriðja námskeiðið verður 21. júlí-1. ágúst. 

Námskeiðin verða haldin í Mýrarhúsaskóla. Námskeiðið kostar kr. 25.000,- og er hádegisverður innifalinn.

Skráningin verður opin til 20. maí en við hvetjum fólk til að skrá unglingana sína sem fyrst.  Nánari upplýsingar og skráningareyðublað er hægt að fá með því að hafa samband við Sigrúnu sigrun@einhverfa.is eða hringja i síma 897-2682.