Minn Styrkur - kynningarfundur

Heil og sæl,

Miðvikudaginn 27. maí munum við halda kynningarfund til að ræða áætlun sumarsins 2009 og jafnframt halda stutta kynningu á Storytelling Alice. Við hvetjum alla áhugasama foreldra, aðstandendur og fagaðila til að kíkja við og leggja orð í belg.

Fundartími: 27. maí klukkan 20:00

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.


Þekkingarhópurinn "Minn Styrkur" var settur á fót fyrir páska og setti sér eftirfarandi þrjú markmið; að leita uppi styrkleika einstaklingsins, að leyfa börnunum sjálfum að prófa fræðslubúnað af ýmsu tagi og að skapa nýtt tómstundaúrræði í sumar og jafnvel næsta vetur ef vel tekst til. Varðandi þriðja markmiðið, að halda námskeið sumarið 2009, þá vorum við vongóð með að fá samstarfsaðila til að sjá um daglega umsjón og fjármögnun. Enn sem komið er höfum við þó ekki fengið það staðfest, en við munum halda áfram að vinna að undirbúningi slíkra námskeiða, enda hafa viðbrögðin við hugmyndinni verið feiknagóð.

Dagskrá fundarins verður þannig:

Staða á námskeiðsundirbúningi og valkostir:
Samstarf við Rvk.borg
Að halda námskeiðin sjálf
Fresta til næsta árs.
Kynning á Storytelling Alice kennslubúnaðinum.
Áherslur á fræðsluefni m.t.t. umræðu um námsskrána (sjá viðhengi).
Önnur mál
F.h. þekkingarhópsins Minn Styrkur,

Helgi Þór