Minn Styrkur

Kæru félagar,
Innan Umsjónarfélagsins er til staðar mikil, en dreifð þekking. Nú vantar okkur þína þekkingu á velferðarkerfinu svo við getum fjármagnað sumarnámskeið 2010 fyrir börn og unglinga á einhverfurófinu (umfang og aldursbil fer eftir fjármagni sem fæst fyrir launagreiðslur leiðbeinenda).

Næstkomandi miðvikudagskvöld kl 20, munum við hittast í fundarsal á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, til að fá hugmyndir þínar um styrktaraðila og tengiliði meðal stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka á suðvesturhorninu. Það er núna sem þú getur lagt á vogarskálarnar, því allar umsóknir þarf að senda inn í september til að hægt sé að fjármagna verkefnið. Jóhannes Már mun samhæfa sjálft umsóknarferlið, okkur vantar aðallega vísbendingar um hvar við ættum að banka uppá og hvernig við getum nýtt okkur tengslanetið til að stytta boðleiðir.

Nánar um verkefnið:

Síðastliðinn vetur voru stofnaðir 3 þekkingarhópar innan Umsjónarfélagsins. Þekkingarhópurinn "Minn Styrkur" vinnur að því að koma á laggirnar sumarnámskeiðum næsta sumar, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þannig munu reynslumiklir þroskaþjálfanemar vinna nauðsynlega undirbúningsvinnu í vetur sem hluta af sínu námi. Síðan þarf að manna sjálf námskeiðin og vonumst við til að sami hópur muni taka að sér umsjón og kennslu á námskeiðunum. Háskólinn mun þó ekki koma að sjálfri framkvæmd námskeiðanna og reiknum við því með að greiða laun allt að 10 leiðbeinenda í 2 mánuði. Það hljómar kannski sem hin mesta bjartsýni, en með samstilltu átaki er það raunhæft og vel framkvæmanlegt.

Nánar um þekkingarhópinn, markmið og námskeiðin sjálf.

Vonumst til að sjá sem flesta, við höfum þetta markvisst, stutt og skemmtilegt:)

f.h. þekkingarhópsins Minn Styrkur

Arndís, Helgi Þór, Jóhannes Már, Sólveig