Messa í Laugarneskirkju

Laugarneskirkja verður með messu sunnudaginn 6. apríl kl. 11:00 í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfu sem var 2. apríl.

Fjallað verður um einhverfu í messunni, Hanna Dóra Sturludóttir söngkona flytur Maríusálma í tilefni boðunardags, meðleikari Arngerður María Árnadóttir. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson.

Fjörugur sunnudagaskóli í safnaðarheimili, stjórnendur Hjalti Jón, Hrafnkell Már, Berglind og Gísli.

Í messukaffi á eftir verður kynning á Einhverfusamtökunum.