Með augum einhverfunnar - bæklingur eftir Elí Freysson

Elí Freysson, ungur maður á  einhverfurófi, hefur sett saman bækling um reynslu sína.  Þar fjallar hann um æskuna, samskipti, skyntruflanir ofl. Textinn er skýr og hnitmiðaður og hentar vel foreldrum einhverfra barna og öðrum sem vilja fræðast um það hvernig það er að vera á einhverfurófi.  Bæklingurinn er til á skrifstofu Einhverfusamtakanna og einnig á PDF formi hér á síðunni.