Matarhátíð Reykjavíkur, Reykjavik food Festival á laugardag

Mat­ar­hátíðin Reykja­vík Food Festi­val, Mat­ar­hátíð Reykja­vík­ur, verður hald­in nú á laug­ar­dag­inn 14. sept­em­ber á Skóla­vörðustíg frá kl. 14:00-17:00. Hátíðin er nú hald­in í átt­unda skiptið og hef­ur hún nú þró­ast úr því að ein­blína á bei­kon og svína­kjöt í hátíð þar sem all­ir geir­ar mat­vælaiðnaðar­ins eru vel­komn­ir. Ágóði af miðasölu hátíðar­inn­ar renn­ur til góðgerðar­mála. Í ár hljóta barna­menn­ing­armiðlun Ný­l­ista­safns­ins og Ein­hverf­u­sam­tök­in styrki hátíðar­inn­ar.

Yf­ir­skrift hátíðar­inn­ar er Úr flóa að fjalli og alls munu tólf veit­ingastaður úr borg­inni raða upp veit­inga­bás­um á Skóla­vörðustíg og bjóða borg­ar­bú­um og nærsveit­ung­um upp á kræs­ing­ar gegn vægu gjaldi. Verðinu er stillt í hóf en hægt verður að kaupa fjóra miða á 1.500 krón­ur.

Þeir veit­ingastaðir sem verða með veit­inga­bása á hátíðinni eru Kol, Sjáv­ar­grillið, Mat­ar­kjall­ar­inn, Fjár­húsið, Loki, Salka, Krúa Thaí, Block Burgers, Himalay­an Spice og Eld­ur og ís auk tveggja veit­inga­bása banda­ríska meist­ara­kokks­ins Doms Iannar­ell­is frá Iowa.

Líf­leg skemmti­atriði verða í boði og lúðraþytur mun óma um Skóla­vörðustíg­inn. Vonandi verður veðrið þokkalegt svo allir geti notið dagsins.