Listsýning Einhverfusamtakanna 13. og 14. apríl í Hamrinum, Suðurgötu 14, Hafnarfirði

Listsýningin verður haldin 13. og 14. apríl í húsnæði Hamarsins, Ungmennahúss, að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði, og er sýningin opin frá 12 til 16 báða dagana. Í forgrunni er fjölbreyttur hópur listafólks og skapandi einstaklinga á einhverfurófi og leyfum við verkum þeirra að tala. Við höfum notað mars mánuð til að kynna listafólkið á facebook síðunni Marglitur mars. Fyrir utan dagskrá á sviði og skjá verður sýnd myndlist, hönnun, gjörningar ofl.

Einnig munum við kynna bókina "Öðruvísi, ekki síðri" (Different, not less), eftir Chloé Hayden sem kemur út í íslenskri þýðingu nú í apríl.
Chloé lýsir bókinni sinni sem því sem hún, þá 13 ára gömul, hefði þurft að fá í hendurnar til að skilja líf sitt og hvað það þýðir að vera einhverf. Er það almennt mat einhverfra sem lesa bókina að þessi lýsing standi undir nafni. Bókin er skýr og skorinorð, skemmtilega skrifuð, og síðast en ekki síst gríðarlega góð handbók um flest ef ekki allt sem snýr að einhverfu.