Listsýning Einhverfusamtakanna 1. og 2. apríl í Hamrinum, Suðurgötu 14, Hafnarfirði

Líkt og í fyrra fögnum við alþjóðlegum degi einhverfu á forsendum einhverfra,

með listsýningu þar sem áherslan er á fjölbreytni og styrkleika einhverfs fólks

Listsýningin verður haldin 1. og 2. apríl í húsnæði Hamarsins, Ungmennahúss, að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði, og er sýningin opin frá 12 til 16 báða dagana. Í forgrunni er fjölbreyttur hópur listafólks og skapandi einstaklinga á einhverfurófi og leyfum við verkum þeirra að tala. Við höfum notað mars mánuð til að kynna listafólkið á facebook síðunni Marglitur mars. Fyrir utan dagskrá á sviði og skjá verður sýnd myndlist, leirlist, silfursmíði, súkkulaði, textíl ofl.

Dagskrá
Laugardagur
Kl. 12:00 - Sýningin opnar
Kl. 12:30 - Drómi Hauksson sýnir stuttmyndina Mitt litla skjól
Kl. 13:00 - Sólveig J. Ásgeirsdóttir les ljóð og sögur
Kl. 13:30 - Margrét Oddný verður með upplestur
Kl. 14:00 - Guðjón Þór Lárusson les ljóð og texti
Kl. 14:30 - Drómi Hauksson sýnir stuttmyndina Mitt litla skjól
Kl. 15:00 - Halldóra S. S. Bjarnadóttir syngur, undirleikari Jón Elísson
Sunnudagur
Kl. 12:00 - Sýningin opnar
Kl. 12:30 - Drómi Hauksson sýnir stuttmyndina Mitt litla skjól
Kl. 13:00 - Brynhildur Yrsa Valkyrja verður með upplestur
Kl. 13:30 - Margrét Oddný verður með upplestur
Kl. 14:00 - Andri Már Flosason verður með upplestur
Kl. 14:30 - Drómi Hauksson sýnir stuttmyndina Mitt litla skjól
Kl. 15:00 - Sunna Dögg Ágústsdóttir les ljóð