Lionsklúbburinn Týr veitir styrk

Lionsklúbburinn Týr í Reykjavík hefur styrkt Umsjónarfélag einhverfra dyggilega undanfarin ár. Þetta ár er engin undantekning. Klúbburinn ákvað að afrakstur vetrarstarfsins, 500.000 krónur, skyldi renna til sambýla og skammtímavistunar fyrir fólk með einhverfu. Verður keyptur ýmiss búnaður á þessa staði fyrir styrkinn. Þökkum við Þeim kærlega fyrir hugulsemina.