LINDASKÓLASPRETTURINN

Lindaskólaspretturinn
Nemendur í 1. – 6. bekk tóku þátt í hlaupi sem kallast Lindaskólaspretturinn þann 3. Júní.

Lindaskólaspretturinn er áheitahlaup.
Nemendur gátu valið að hlaupa 2 – 8 hringi. Hver hringur er 1,25 km þannig að nemendur vöru að hlaupa 2,5 – 10 km. Nemendur stóðu sig mjög vel og ótrúlega margir sem hlupu 10 km á öllum aldri. Allir voru glaðir í lok dags enda hlaupið í bongóblíðu.

Í ár 2016 safnaðist um 130. 000 og var ákveðið á styrkja Einhverfusamtökin og kom fulltrúi þeirra og tók við ávísun og færði skólanum og nemendum kærar þakkir fyrir.