Leggjum börnum lið við læsi

Leggjum börnum lið við læsi er heiti á fræðslufundi um læsi og lesskilning barna í leik- og grunnskólum. Fræðslufundurinn verður í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, þann 18. mars milli klukkan 9:00 og 15:00. Á fræðslufundinum verður blandað  saman fræðslu frá fagfólki úr skólakerfinu, sérfræðingum og þeim sem vinna með vörur sem geta komið að gagni við læsi og lesskilning. Í viðhengi er dagskrá fræðslufundarins.

Skráning er á netfanginu skraning@abcleikfong.is í síðasta lagi 15. mars 2014 – vinsamlega takið fram nöfn og kennitölur þáttakenda og nafn og kennitölu greiðanda.  Gjald fyrir fræðsludag og kaffi kr 2.900. Posi er á staðnum, annars hægt að fá kröfu í heimabanka. Kvittanir verða sendar í tölvupósti. 
Á fræðslufundinum verða einnig kynntar vörur sem tengjast efninu og verða þær á tilboði. Allar nánari upplýsingar eru veittar í símanúmerunum sem eru hér fyrir neðan eða í tölvupóst-netfanginu skraning@abcleikfong.is.
 
Með bestu kveðjum
ABC leikföng
Sími: 533-4000 og 854-2454