Kynning á sumarnámskeiði fyrir unglinga

Haldin verður kynning á samstarfi Háskóla Íslands og Umsjónarfélags einhverfra um þróun sumarnámskeiða fyrir unglinga á einhverfurófinu og þekkingarsafni til stuðnings ýmissa verkefna fyrir samfélag einhverfra.Kynningin fer fram í sanum “Bratti” Menntavísindasviðs H.Í. við Stakkahlíð, þann 5. febrúar frá kl. 12-15:00.
Dagskráin er svohljóðandi:

12:00 Pistlar og umræður

Hvati að stofnun þekkingarhópsins “Minn Styrkur” – Helgi Þór Jónsson, Umsjónarfélagi einhverfra
Umgjörð og efnistök námskeiðanna – Guðný Björk Hallgrímsdóttir og Svanborg Guðgeirsdóttir, þroskaþjálfanemar
Uppbygging á þekkingarsafni – Arnar Jónsson, Helga Sigurðardóttir og Valentína H. Michelsen, þroskaþjálfanemar
13:00 Sýning á heimildarmyndinni “Sólskinsdrengurinn – Einhverfa í nýju ljósi“

14:30 Umræður, dagskrárlok

Kynningin er hugsuð jafnt fyrir foreldra, fagfólk og nemendur Menntavísindasviðs, þátttaka ókeypis.

Sjá nánar um kynningardaginn og ýmislegt fleira um verkefnið: http://minnstyrkur.wordpress.com/2010/01/26/minn-styrkur-sumarnamskeid/
Þekkingarhópurinn Minn Styrkur,


Arndís

Jóhannes Már
Helgi Þór

Sólveig Ragnarsdóttir