KÖNNUN: HEFUR ÞÚ REYNSLU AF EÐA ÞEKKIR TIL ÞJÓNUSTU VIÐ BÖRN MEÐ EINHVERFU SEM ERU YNGRI EN SEX ÁRA?

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins leitar nú til fagfólks og fjölskyldna sem tengjast einhverfum börnum undir sex ára aldri og hafa fengið þjónustu (skimun, greiningu, íhlutun) til dæmis á heilsugæslu, í leikskóla eða hjá sérfræðingum. Með spurningakönnun viljum við öðlast meiri þekkingu á þessum málum til að hægt sé að bæta stuðning við ung börn á einhverfurófi hér á landi.Við leitum nú til fagfólks og fjölskyldna sem tengjast einhverfum börnum undir sex ára aldri og hafa fengið þjónustu (skimun, greiningu, íhlutun) til dæmis á heilsugæslu, í leikskóla eða hjá sérfræðingum. Með spurningakönnun viljum við öðlast meiri þekkingu á þessum málum til að hægt sé að bæta stuðning við ung börn á einhverfurófi hér á landi.

Við leitum nú til fagfólks og fjölskyldna sem tengjast einhverfum börnum undir sex ára aldri og hafa fengið þjónustu (skimun, greiningu, íhlutun) til dæmis á heilsugæslu, í leikskóla eða hjá sérfræðingum. Með spurningakönnun viljum við öðlast meiri þekkingu á þessum málum til að hægt sé að bæta stuðning við ung börn á einhverfurófi hér á landi.

Könnunin er hluti af verkefninu „Einhverfa í Evrópu“ (e. Autism Spectrum Disorders in the European Union – skst. ASDEU) sem er samstarfsverkefni 14 landa þar á meðal Íslands. Þú getur kynnt þér ASDEU verkefnið nánar með því að smella hér

Þú getur lagt okkur lið með því að svara spurningakönnun á netinu og þátttaka þín er afar mikilvæg! 

Upplýsingar um könnunina:
Við viljum kanna viðhorf svarenda til þjónustu fyrir börn, yngri en sex ára sem felst í að bera kennsl á einhverfu, greiningu og íhlutun. Einnig viljum við kanna viðhorf þátttakenda til þess hvernig þjónustan er skipulögð og fá fram tillögur um leiðir til að bæta hana. Þín persónulega reynsla skiptir máli.

Svör þín verða ekki persónugreinanleg og ekki verður hægt að rekja þau til þín á nokkurn hátt. Leyfi Vísindasiðanefndar (nr: VSN-17-122) liggur fyrir. Það tekur um 15 mínútur að svara spurningakönnuninni allt eftir því hver reynsla þín er af mismunandi þjónustuþáttum. Þú getur hætt þátttöku hvenær sem er.

Spurningakönnun fyrir foreldra eða nána aðstandendur ungra barna á einhverfurófi smellið hér

Spurningakönnun á ensku fyrir fagfólk sem starfar við málefni eða þjónustu ungra barna á einhverfurófi smellið hér

Við erum þér afar þakklát fyrir að gefa þér tíma og hjálpa okkur við að gera þjónustu við ung börn á einhverfurófi betri!

Fyrir hönd ASDEU hópsins á Íslandi,
Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi
s: 510 8400, sigridurloa@greining.is