Klúbbastarf á Akureyri fyrir ungmenni og fullorðna á einhverfurófi

Ert þú á einhverfurófinu?

Klúbbastarf fyrir ungmenni og fullorðna veturinn 2018-2019 

Klúbburinn sem er fyrir ungmenni á einhverfurófinu  verður annan hvern þriðjudag í vetur frá 17-19  og byrjar 11. september. Klúbburinn er fyrir ungmenni í 8. bekk og eldri.

Markmiðið með klúbbnum er að efla virkni ungmennanna,  kynna þau fyrir öðrum í svipuðum sporum og bjóða upp á tækifæri  til að gera það sem jafnaldrar þeirra eru að fást við í sínum frítíma.  Ungmennin verða að vera sjálfbjarga og greiða sjálf fyrir það  sem þau taka þátt í t.d. bíó eða kaffihús.

Klúbburinn er með aðstöðu í Rósenborg, Akureyri  og er þátttökugjald 2.500 krónur.

Einnig er starfræktur klúbbur fyrir fullorðna á einhverfurófinu  einu sinni í mánuði á þriðjudögum.  Staðsetning og nánari upplýsingar eru á facebooksíðu hópsins  „fullorðnir á einhverfurófinu – Akureyri og nágrenni“.   Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn18. september klukkan 19:00. 

Umsjónarmenn eru:

Margrét Rós Sigurðardóttir iðjuþjálfi og Ásdís Snjólfsdóttir sjúkraliði

(mrs@akmennt.is / 869 2100  asdissnjolfs@gmail.com / 862 2108)