Klókir krakkar- Námskeið fyrir börn á einhverfurófi

Námskeiðið „Klókir krakkar“ fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra hefst þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Námskeiðið er ætlað börnum með greiningu á einhverfurófi á aldrinum 11-13 ára (fædd 2004-2007) og foreldrum þeirra.

Markmið námskeiðsins er að foreldrar læri aðferðir sem gagnast við að draga úr kvíða barnanna og að börnin læri um leiðir til að hafa áhrif á sinn eigin kvíða. Klókir krakkar (The cool kids anxiety program) hefur verið notað sem meðferð við kvíða barna, bæði hérlendis og erlendis um árabil með góðum árangri og byggir á hugrænni atferlismeðferð.

Námskeiðið er haldið á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Foreldrar sem vilja skrá sig á námskeiðið eru beðnir um að senda tölvupóst á Kristjönu Magnúsdóttur, kristjana@greining.is,  með eftirfarandi upplýsingum: Nafn barns, kennitala, nafn foreldra, símanúmer og netfang.

Nánari upplýsingar eru inni á heimasíðu  Greiningarstöðvar, https://www.greining.is/static/files/2017/namskeidslysing_2018.pdf