Kærar þakkir fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoni

Við þökkum öllum hlaupurum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn í Reykjavíkurmaraþoni. Þátttaka ykkar auðveldar okkur rekstur frístundarhópa fyrir unglinga á einhverfurófi. 

Undanfarin ár höfum við rekið frístundarklúbba fyrir ungmenni á aldrinum 12-20 ára.  Klúbbarnir starfa frá september fram í maí og hittast krakkarnir hálfsmánaðarlega.  Starfið fer fram í Reykjavík og á Akureyri.  Þetta starf er rekið á styrkjum og er Reykjavíkurmaraþon okkar stærsta fjáröflun. Um 30 ungmenni eru að nýta sér þetta starf.