Jólafundur umsjónarfélagsins

Fimmtudaginn 4. desember klukkan 20-22 verður opinn félagsfundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra. Jóna Á. Gísladóttir mun koma og lesa upp úr bók sinni "SÁ EINHVERFI OG VIÐ HIN". Einnig verða rædd þau málefni sem helst brenna á fólki. Fundurinn verður með jólalegu yfirbragði, jólasmákökur, konfekt og gos. Hópastarfið í Reykjavík fellur niður í desember en þessi fundur mun verða spjallfundur með svipuðu yfirbragði og hópastarfið.
Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.

Stjórnin.