Jólafundur Umsjónarfélags einhverfra

Jólafundur Umsjónarfélag einhverfra verður haldinn miðvikudaginn 8. desember klukkan 20:00-22:00 að Háaleitisbraut 13. 4. Hæð. Þetta er spjallfundur með léttu yfirbragði, piparkökum, gosi og konfekti.

Lára Björg Björnsdóttir mun koma og lesa upp úr bók sinni „Takk útrásarvíkingar“. Lára Björg er einn af „Pressupennum“ og eins og þar segir: Lára Björg Björnsdóttir er móðir, systir, dóttir, vinkona, sagnfræðingur, pelsaeigandi og fóbísk á flest allt. Hún hefur marga fjöruna sopið og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veseni og harðindum. Lára skrifar um það sem drífur á daga hennar, daga sem fara flestir í að taka við endalausum símtölum frá föður hennar, slást í Bónus, þrífa eða berjast fyrir réttindum barna með sérþarfir. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Mamma er hér.

Fundurinn er öllum opinn.