Árlegur jólafundur Einhverfusamtakanna verður haldinn 7. desember. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, klukkan 20:00-22:00. Þetta er spjallfundur með léttu yfirbragði, piparkökum, gosi og konfekti. Fundurinn kemur í stað foreldrahópa í desember.
Á fundinum munum við kynna nýja heimasíðu samtakanna. Heimasíðan hentar vel fyrir snjalltæki svo sem síma, iPad ofl. Í framhaldinu væri gott að fá ábendingar frá fólki um áhugavert efni /upplýsingar til að bæta inn á síðuna.