Jólafundur Einhverfusamtakanna 6. desember

Árlegur jólafundur Einhverfusamtakanna verður haldinn miðvikudaginn 6. desember, klukkan 20:00-22:00.  Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Þetta er spjallfundur með léttu yfirbragði, piparkökum, gosi og konfekti. Fundurinn kemur í stað foreldrahóps í desember. 

Á fundinum mun Ingibjörg Elsa Björnsdóttir doktorsnemi lesa upp úr bók sinni Smásögur að handan og Ásdís Bergþórsdóttir sálfræðingur mun fjalla um jólaboð og fólk á einhverfurófi, en hún hefur sett saman bækling um skynerfiðleika fólks á einhverfurófi í jólaboðum.