Hvernig Títanic varð björgunarbáturinn minn

Ný íslensk heimildarmynd um Brynjar Karl sem byggði stóra eftirmynd Titanic úr meira en 50.000 LEGO-kubbum. Myndband um skipasmíðina fór á flug á internetinu og Brynjar Karl er nú þekktur sem LEGO Titanic-smiðurinn. Brynjar, sem er á einhverfurófinu, langaði til að sigrast á þeim einkennum einhverfunnar sem halda aftur af honum og verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Ástríða hans fyrir Titanic gerði honum kleift að öðlast sjálfstæði og leyfa hæfileikum sínum að blómstra. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir.

Í myndinni koma einnig fram fleir ungmenni á einhverfurófi og segja frá sínu lífi.  Þetta er mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.