HVER FÆR ÞÍNA TILNEFNINGU? HVER Á HRÓS SKILIÐ?

Frestur til að senda inn tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ rennur út 15. september. Eru ekki einhverjir einstaklingar eða fyrirtæki/stofnanir sem hafa verið að standa sig í þjónustu við okkar fólk?
Nánar um verðlaunin: 
Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu og með því stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Sjálfsagt er að tilnefna sömu aðila og áður hafa verið tilnefndir ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir.

Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: https://www.obi.is/…/hvatningar…/hvatningarverdlaun-eydublad