Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Hver á skilið tilnefningu?

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Markmiðið með verðlaununum er að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum:

  1. Einstaklingur 
  2. Fyrirtæki eða stofnun
  3. Umfjöllun eða kynning
  4. Verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ 

Við viljum hvetja fólk til að senda inn tilnefningar, sjá slóð á eyðublað hér.