Hvað finnst þér þurfa að standa í bæklingi um einhverfu?

Nú stendur yfir endurskoðun á fræðslubæklingi Einhverfusamtakanna. Notast verður við texta úr einblöðungum okkar sem lesa má hér: Einblöðungar
Því til viðbótar viljum við gjarnan hafa innlegg frá einhverfum einstaklingum, setningar eða stuttar frásagnir sem myndu birtast í römmum inn á milli fræðilega textans.
Því leitum við nú til einhverfusamfélagsins með ósk um hugmyndir að slíku efni.
Hvað hefðir þú viljað að stæði í svona bæklingi þegar þú fékkst þína greiningu? Hvað finnst þér að fólk þurfi að vita sem kynnir sér upplýsingar um einhverfu?
Tillögur að texta má senda í netfangið gudlaug@einhverfa.is, með von um góðar undirtektir.