Hópastarf í apríl

Reykjavík:

Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu í grunnskólum/framhaldsskólum mun hittast miðvikudagskvöldið 7. apríl klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittast fimmtudagskvöldið 8. apríl klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Út úr skelinni, hópur eldri einstaklinga með ódæmigerða einhverfu og Aspergersheilkenni (18 ára og eldri) hittist næst sunnudaginn 11. apríl, klukkan 15:15-17.15, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Sá hópur hittist svo á tveggja vikna fresti á Háaleitisbrautinni. Allir velkomnir.

Reykjanes: Hópur foreldra á Reykjanesi mun hittast fimmtudagskvöldið 8. apríl kl. 20:30 í Ragnarsseli, húsi Þroskahjálpar, Suðurvöllum 7, Reykjanesbæ. Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, Jóhanna María, johannamaria@simnet.is, 862-8209

Suðurland: Foreldrar á Suðurlandi ætla að hittast fimmtudagskvöldið 8. apríl klukkan 19:30-21:30, í húsnæði Svæðisskrifsstofu um málefni fatlaðra, Eyravegi 25, Selfossi. Kveðja, Aðalbjörg Skúladóttir, abba@verksud.is