Hjólað kringum landið til styrktar Einhverfusamtökunum

Tryggvi Þór Skarphéðinsson hjólar af stað í lok júní og fer hringveginn til styrktar unglingahópum Einhverfusamtakanna. Endilega fylgist með honum á facebook síðunni Einhverfuhringur https://www.facebook.com/pages/Einhverfuhringur/1593227314297961
Hægt er að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning Einhverfusamtakanna en einnig munum við fá á næstu dögum SMS-númer sem hægt verður að hringja í til styrktar verkefninu.

Banki: 0334
Höfuðbók: 26
Reikningsnúmer: 002204
Kennitala: 700179-0289