GÖNGUM Í TAKT - ráðstefna Þroskahjálpar um atvinnumál fatlaðs fólks.

Ráðstefna Þroskahjálpar, Göngum í takt! sem fjallar um atvinnumál fatlaðs fólks, fer fram laugardaginn 9. október frá kl. 13-16 á Grand Hotel og í streymi.
Á ráðstefnunni ræða innlendir og erlendir sérfræðingar m.a. um stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði, tækifæri og hættur í notkun gervigreindar, samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, brúun bils milli náms og atvinnu og reynslu fatlaðs fólks af vinnumarkaði.
Facebook viðburður ráðstefnunnar: https://www.facebook.com/events/533962074528819
Skráning á ráðstefnuna fer fram á: www.bit.ly/radstefna-2021