Golfmót til styrktar sumarnámskeiðum Umsjónarfélags einhverfra

Kvennagolfmót

Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur

Golfklúbbnum Oddi – Urriðavelli

laugardaginn 5. júní 2010

Takið daginn frá – skráning á www.golf.is

Glæsileg verðlaun:

Þátttakendur fá fyrsta flokks teiggjafir og létta hressingu

Fimm efstu sætin í tveimur forgjafarflokkum

Lengsta teighögg

Næst holu á öllum par þrjú brautum

Dregið úr skorkortum

Fjöldi annarra verðlauna

1. verðlaun í báðum forgjafarflokkum: Flugfar til Evrópu

Eftirtaldir gefa önnur verðlaun: Ásta créative clothes, Blue Lagoon spa Reykjavík, ELM design, Fangar á Litla Hrauni, Gallerí 21, Gísli B. Björnsson, Guðný Hafsteinsdóttir, GUST, Hreyfing, Kogga, Krista/Quest, Magdalena Margrét, N1, The Pier, Opna bókaútgáfa, Óm-snyrtivörur, Örninn-golfverslun.

Soroptimistar eru hjálpar- og friðarsamtök kvenna á heimsvísu (nánar á soroptimist.is). Reykjavíkurklúbbur er elsti klúbburinn á Íslandi og er golfmótið haldið í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans. Allur ágóði rennur til styrktar sumarnámskeiðum einhverfra barna sem haldin eru af Umsjónarfélagi einhverfra og Menntavísindasviði Háskóla Íslands.