Góður dagur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Laugardaginn 2. júní héldum við upp á afmæli Umsjónarfélagsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.  Hátt í 400 manns mættu á staðinn og skemmtu sér vel. Boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi, safa og meðlæti.  Leikhópurinn Lotta sýndi atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og Magni kom og söng fyrir okkur.  Viljum við þakka þeim kærlega fyrir þessa skemmtun. Einnig viljum við þakka Reykjavíkurborg sem styrkti afmælishátíðina.