Góðgerðabardaginn mikli

Laugardaginn 30. október kepptu þeir Hilmir Hjálmarsson og Stefán Gaukur Rafnsson í hnefaleikum til styrktar Umsjónarfélagi einhverfra og Neistanum - styrktarfélagi hjartveikra barna. Forsaga málsins er sú að báðir menn hafa æft í rúmlega hálft ár með þjálfaranum Vilhjálmi Hernandez hjá Hnefaleikastöðinni. Nýbyrjaður að æfa, fékk Hilmir hugmynd að því að skipuleggja bardaga til styrktar litlum frænda sínum sem er einhverfur. Til liðs við sig fékk hann svo Stefán Gauk sem ákvað að styrkja hjartveik börn. Þetta vatt svo upp á sig og varð að viðburði með hnefaleikum og skemmtiatriðum. Þeir félagar afhendu styrkina í húsnæði Neistans nú á dögunum og hlaut hvort félag fyrir sig kr. 152.444,- að styrk. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Sigrún, Eydís, Hilmir og Hjálmar.