Gleraugnaumgjarðir frá Pro Optik fyrir félagsmenn

Gleraugnaverslanirnar Pro Optik hafa sent félaginu ávísanir á fríar gleraugnaumgjarðir fyrir félagsmenn í Umsjónarfélagi einhverfra.  Um er að ræða Pro Optik umgjarðir og AIR WEIGHT TITANIUM fisumgjarðir.  Frí sjónmæling er einnig innifalin.  Einstaklingurinn þarf þá aðeins að greiða fyrir glerin. Félagsmenn geta snúið sér til skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra og sótt þessar ávísarnir,  eða sent beiðni í tölvupósti á skrifstofuna, einhverfa@einhverfa.is og beðið um að fá sendar ávísanir í pósti.  Tilboðið gildir til og með 29. júlí 2012.