Gjöf frá Ingólfi, Oddfellowstúku nr.1.

Í vikunni komu nokkrir félagar úr Ingólfi, Oddfellowstúku nr. 1, á skrifstofu Einhverfusamtakanna færandi hendi með sex iPad spjaldtölvur og hulstur. Munu þessar spjaldtölvur fara áfram til sambýla og þjónustukjarna fyrir einhverfa. Þökkum við þeim kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.