Fundur 29.10.2009 - Sérfræðingarnir

Fundur þekkingarhóps um Specialisterne.
Þekkingarhópur um Specialisterne, atvinnuúrræði fyrir einhverfa einstaklinga að fyrirmynd Specialisterne í Danmörku var stofnaður 30. mars 2009. 7 manna hópur hefur í sumar og haust verið að vinna að því að kanna til hlýtar hvort það sé möguleiki á að stofna svona fyrirtæki hérlendis. Unnin hefur verið úttekt og viðræður eru í gangi um áframhald.

Fimmtudaginn 29. október verður fundur þar sem tveir fulltrúar kynna stöðu málsins. Fundarstaðurinn er Háaleitisbraut 13, 4. hæð og hefst fundurinn kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn.

Áhugasamir geta einnig kynnt sér vef undirbúningshópsins http://www.sérfræðingarnir.is/ og sett sig þar í samband við hópinn.

Með kveðju, Hjörtur Grétarsson