Að sjá hið ósýnilega - heimildarmynd um konur á einhverfurófi

Við erum afar þakklát fyrir frábærar undirtektir og jákvæð viðbrögð við myndinni!

Okkar konur eru sannar hetjur - það þurfti K J A R K og hann hafa þær!

Tryggið ykkur miða - það er nú þegar uppselt á fyrstu sýningar

Hér eru umsagnir nokkurra áhorfenda:

„Að sjá hið ósýnilega er áhugaverð og vel gerð íslensk heimildarmynd um konur á einhverfurófi þar sem þær segja frá lífi sínu og reynslu af hugrekki og einlægni. Þessi mynd á örugglega eftir að auka skilning á einhverfu. Á forsýningu myndarinnar í kvöld féllu mörg tár. Verður sýnd í nokkur skipti í Bíó Paradís“ 
- Sigríður Lóa Jónsdóttir

„Ný íslensk heimildamynd um konur á einhverfurófi var frumsýnd í gær. Þessar konur sem koma fram í myndinni eru hugrakkar hetjur sem leggja sitt af mörkum til að auka þekkingu og skilning á einhverfu hjá stelpum/konum. Til hamingju allir sem komu að þessari mynd sem ég spái að eigi eftir að fara víða“
- Sigrún Kristjánsdóttir

„Í kvöld sá ég myndina Að sjá hið ósýnilega, sem fjallar um konur með einhverfu. Hún var fræðandi, ljúf og fyndin á köflum en líka sorgleg. Fyrst og fremst vakti hún mig þó til umhugsunar og staðfesti fáfræði mína á efninu. Kristjan, Bjarney og konurnar sautján, innilega til hamingju og takk“
- Logi Einarsson

„Frábær, falleg og fræðandi mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“
- Hansína G. Skúladóttir

„Frábær mynd, mjög upplýsandi og tregafull en líka skemmtileg. Ég óska öllum þeim sem komu að gerð myndarinnar til hamingju með þetta tímamótaverk“