Fréttabréf 16. Október 2008

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra:  

FUNDAREFNI:  UNGLINGSÁRIN OG RASKANIR Á EINHVERFURÓFI  

Fjallað verður um  hvaða áhrif unglingsárin hafa á einstaklinga með röskun á einhverfurófi.

Fyrirlesari: Laufey I. Gunnarsdóttir, einhveruráðgjafi á fagsviði einhverfu  á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

   
Fundartími: Þriðjudaginn 21. október, 
klukkan    20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

                            Fundurinn er öllum opinn.


FORELDRAHÓPUR Á AKUREYRI:

Ákveðið hefur verið að stofna foreldrahóp á Akureyri nú í nóvember. Stofnfundurinn verður haldinn mánudaginn 3. nóvember, klukkan 20:00 hjá Þroskahjálp, Kaupangi við Mýrarveg.  Hópurinn mun svo hittast reglulega fyrsta mánudag í mánuði.  Nánari upplýsingar veita Elín  M. Lýðsdóttir, elin@hugurax.is  og  Sigrún  Birgisdóttir, einhverf@vortex.is .


HÓPASTARF  Í  REYKJAVÍK

Út úr skelinni, hópur eldri einstaklinga með ódæmigerða einhverfu og Aspergersheilkenni (18 ára og eldri) hittist næst sunnudaginn 26. október. klukkan 16:00, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.  (Láta vita af þátttöku til Laufeyjar laufeyg@gmail.com  ). Sá hópur hittist svo á tveggja vikna fresti á Háaleitisbrautinni.

Foreldrahópar:

Hópur foreldra fullorðinna einstaklinga með fötlun á einhverfurófi mun hittast mánudagskvöldið 27. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun hittast   miðvikudagskvöldið 5. nóvember klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð. 

Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittastfimmtudagskvöldið 6. nóvember klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.


Reykjavíkurmaraþon Glitnis:

Í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í sumar söfnuðust  503.500 krónur fyrir Umsjónarfélag einhverfra.  Umsjónarfélagið vill þakka þeim fjölmörgu sem hétu á eða hlupu fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu.  Ykkar framlag var stórt og kemur sér vel í starfi félagsins.  Vonum við að sem flestir taki þátt á næsta ári.

Einnig voru starfsmenn Alcan á Íslandi hf. með hlaupalið sem hljóp fyrir Umsjónarfélagið.   Styrkur þeirra til félagsins var 100.000 krónur.  Þökkum við þeim kærlega fyrir framlagið.

                        Stjórn Umsjónarfélags einhverfra.


Foreldrahópar á landsbyggðinni

Tengiliðir:

Reykjanesi: Jóhanna María Gylfadóttir, johannamaria@simnet.is

Egilsstöðum: Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, lyngholl@nett.is

Vestmannaeyjum: Guðrún Jónsdóttir, gudrun@vestmannaeyjar.is

Akureyri: Elín M. Lýðsdóttir, elin@hugurax.is

Selfossi: Aðalbjörg skúladóttir, abba@verksud.is og Páll B. Ingimarsson,stora@simnet.is


Sólskinsdrengur:

Frumsýning myndarinnar "Sólskinsdrengur" frestast fram í janúar 2009. Dagsetning verður auglýst síðar.