Fréttabréf

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI:

LYFJAMEÐFERÐ HJÁ BÖRNUM Á EINHVERFURÓFI 
-Hvenær notuð, hvaða lyf og hvort gagn sé að því-

Fyrirlesari: Laufey Ýr Sigurðardóttir - barnalæknir og sérfræðingur í taugasjúkdómum barna á Barnaspítali Hringsins 
Laufey Ýr útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1993 og lærði almennar barnalækningar við University of Connecticut og taugalækningar barna við University of Pennsylvania. Lauk einnig sérnámi í úrlestri heilarita og flogaveiki barna við Barnaspítalann í Philadelphiu. 


Fundartími: Þriðjudaginn 22. janúar, klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.

                                     STJÓRNIN 


Námskeið fyrir foreldra

Umsjónarfélag einhverfra er að fara af stað með námskeið fyrir foreldra barna sem nýlega hafa fengið greiningu á einhverfurófi. Á námskeiðinu verður fræðsla um einhverfu, meðferðarleiðir og þjónustu.

Námskeiðið verður haldið að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, laugardaginn 9. febrúar og laugardaginn 1. mars. Námskeiðið er foreldrum að kostnaðarlausu.

Þeir sem hafa hug á að mæta vinsamlegast sendið inn nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið einhverf@vortex.is, eða hringið í Sigrúnu Birgisdóttur í síma 5572682 eða 8972682. 


Út úr skelinni, hópur eldri einstaklinga með ódæmigerða einhverfu og Aspergerheilkenni (18ára og eldri) hittist næst sunnudaginn 27. janúar kl. 16:00, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.  (Láta vita af þátttöku til Laufeyjarlaufey@greining.is  ). Sá hópur hittist svo á tveggja vikna fresti á Haaleitisbrautinni.

Foreldrahópar:

Hópur foreldra barna með Aspergerheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun  hittast miðvikudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:00, Háaleitisbraut 13, 2. hæð. 

Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittastfimmtudagskvöldið 7. febrúar klukkan 20:00, Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Allir eru velkomnir í hópastarfið, ekki þarf að tilkynna þátttöku í foreldrahópana, bara mæta .


Þú gefur styrk!


Í styrktarátaki Sparisjóðsins Þú gefur styrk, sem hófst 8. nóvember og lauk á aðfangadag, söfnuðust 20.867.000 krónur. Styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félagasamtakanna í dag við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. 

Sparisjóðurinn lagði til þúsund krónur sem viðskiptavinurinn gat ráðstafað að vild til eins af félögunum átta. Auk þess hvatti hann hvern og einn til að leggja fram viðbótarframlag. Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og varð því hlutur félaganna ekki jafn hár.  Umsjónarfélag einhverfra hlaut í styrk kr. 1.669.360,- sem verður varið til útgáfu bókar um Aspergerheilkenni.
Vill Umsjónarfélag einhverfra þakka Sparisjóðnum og öllum  viðskiptavinum og landsmönnum sem létu gott af sér leiða og gáfu sinn styrk til söfnunarinnar.