Fræðslufundur miðvikudaginn 16. febrúar

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra miðvikudaginn 16. febrúar klukkan 20-22.
FUNDAREFNI:
Kynning á starfsemi NPA miðstöðvar, notendastýrðri persónulegri aðstoð og hugmyndafræði um sjálfstætt líf.
NPA miðstöðin svf. var stofnuð 16. júní 2010 og er samvinnufyrirtæki í eigu og undir stjórn fatlaðs fólks, rekin án fjárhagslegs ágóðasjónarmiðs. NPA miðstöðin hefur það markmið að veita fötluðu fólki á öllum aldri, sem kýs að nota beingreiðslur og notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), stuðning við að sækja um þær (eða auka þær) hjá sveitarfélögum. Þegar beingreiðslur hafa verið samþykktar veitir miðstöðin aðstoð og ráðgjöf við starfsmannamál, svo sem að auglýsa eftir aðstoðarfólki, við ráðningar, launa- og skipulagsmál og fjölmörg praktísk atriði.þann 16. febrúar mun NPA miðstöðin kynna starfsemi sína, notendastýrða persónulega aðstoð og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf. Með kynningunni viljum við einnig veita innsýn inn í reynsluheim fatlaðs fólks á Íslandi sem er með beingreiðslur og persónulega aðstoð og þeirra sem nú eru í því ferli að sækja um beingreiðslur.

Fyrirlesarar: Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar og Theodór Karlsson Þroskaþjálfi.

Fundartími: Miðvikudagurinn 16. febrúar klukkan 20-22. Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Fundurinn er öllum opinn.