Fræðslufundur Akureyri 18. mars.

Önnur skynjun – ólík veröld, lífsreynsla fólks á einhverfurófi.
Mánudaginn 18. mars 2013
Opinn fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra á Akureyri í samvinnu við Þroskahjálp á Norðurlandi eystra.
 
Jarþrúður Þórhallsdóttir fötlunarfræðingur og einhverfuráðgjafi segir frá meistararannsókn sinni Önnur skynjun – ólík veröld: Líf fólks á litrófi einhverfu. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk á einhverfurófi, þar sem spurt var út í lífshlaup þess. Sérstök áhersla var lögð á skynjun og skynúrvinnslu þátttakenda og áhrif hennar á daglegt líf. Skólaganga, gildi greiningar inn á einhverfuróf og sjálfsskilningur var einnig sérstaklega skoðað. 
Í lok fyrirlestrarins verða umræðu þar sem Jarþrúður Þórhallsdóttir,  Sigrún Birgisdóttir framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra og Hreiðar Þór Örsted munu sitja fyrir svörum, en Hreiðar Þór er með greiningu á einhverfurófi.  Hægt er að lesa bloggið hans á slóðinni:  http://www.dv.is/blogg/hreidar-thor/2012/11/15/eg-er-einhverfur/
Í framhaldinu er áhugi á að stofna stuðningshóp fyrir fullorðið fólk á einhverfurófi á Akureyri og nágrannabyggðarlögum.
Í lokin verður stutt kynning á starfsemi Umsjónarfélags einhverfra.
 
Fundartími: Mánudagurinn 18. mars, klukkan 19:30-22:30.
 
Fundarstaður:  Brekkuskóli, v/Skólastíg, Akureyri.
 
                                                                     Fundurinn er öllum opinn.