Fræðslufundur 30. september

Opinn fræðslufundur hjáUmsjónarfélagi einhverfra 30. september

FUNDAREFNI:

Sjálfsskilningur fatlaðra unglinga

Kynning á einni rannsókn verkefnisins Börn, ungmenni og fötlun sem unnið er á vegum Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. Þar segir frá sjónarhorni og skilningi fatlaðra unglinga á merkingu þess að vera fötluð, og viðbrögðum þeirra gegn þeim neikvæða skilningi sem er ríkjandi um líf þeirra og aðstæður. Rannsóknin kveður við nýja tón, því leitað er eftir reynslu ungmennanna sjálfra á aðstæðum sínum og félagslegum þáttum sem hindra þau í daglegu lífi, í stað þess að nálgast fötlunina sem „frávik“ á eðlilegu þroskaferli og leggja til þróunar á inngripum til að uppræta röskunina.

Fyrirlesari: Eiríkur Smith, doktorsnemi og starfsmaður Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum

Fundartími: Fimmtudagurinn 30. september, klukkan 20-22 .

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.