Fræðslufundur 20. mars

Opinn fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra þriðjudaginn 20. mars 2012

Fundarefni:
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Kynnt verður innihald sáttmálans en markmið hans er „að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir meðfæddri göfgi þess“.

Fyrirlesari: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Fundartími: Þriðjudagur 20. mars, klukkan 20-22.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4. hæð.

 

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér efni sáttmálans.

Fundurinn er öllum opinn.