Fræðslufundur 18.11.09

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI:

Beiting nauðungar gagnvart fötluðu fólki

Vandi og viðfangsefni

Í fyrirlestrnum verða tekið til umfjöllunar álitamál sem upp koma þegar þjónustuþegar með fötlun eru beittir nauðung af starfsfólki, sérstaklega á heimilum sínum. Þó að slík inngrip séu með hagsmuni einstaklingsins í huga er ótalmargt sem þarf skoðunar við. Aðrar þjóðir hafa sumar hverjar sett lög um þetta efni og hérlendis hefur verið unnin nokkurt starf til að átta sig á eðli, umfangi og leiðum til úrbóta.

Fyrirlesari: Friðrik Sigurðsson. Friðrik er þroskaþjálfi að mennt og hefur síðustu 15 ár starfað sem framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hann hefur lengi fylgst með umræðu um þetta efni erlendis sérstaklega í Noregi og fjallað um það í kennslu á þroskaþjálfabraut við Háskóla íslands og víðar.

Fundartími: Miðvikudaginn 18. nóvember, klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.